Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar. Ráðningar og pöntunarsími 862-1403 netfang frjo@simnet.is

19.08.2017 20:37

Uppgjör í sumarlok.

Því miður höfum við í Danshljómsveit Friðjóns, verið heldur latir við að setja inn á heimasíðuna okkar, enda fer nú flest fram facebook. Samt viljum við halda í þessa litlu síðu okkar. Í sumarlok sem eru von bráðar, þökkum við fyrir óvenju litríkt og fjörugt sumar. Sjómannadagur, afmæli, Bræðslan á Bf, Húsbílaeigendur, ekta sveitaböll og núna næst er "smá reisa" á Rjómaball Vestfirðinga að Núpi í Dýrafirði. Að öllu þessu ólöstuðu þá verðum við að viðurkenna að ferð okkar til Malung í Svíþjóð stendur líklega uppúr hvað upplifun snertir, en þar spiluðum við á Dansbandsveckan sem haldin er í Malung í Svíþjóð, sem er lítill 5000 manna bær í Dölunum. (ca mið Svíþjóð) Þarna var þessi rótgróna hátíð haldin í 32 skiptið og dansað frá sunnudagskvöldi til laugardagskvölds helgina eftir á 6 aðskildum dansstöðum, sem allir eru þó á sama svæðinu sem nefnist Orrskogen. Á hverjum "bana" eins og þeir kalla það, eru tvær hljómsveitir á hverju kvöldi þannig að tólf hljómsveitir koma fram á hverju kvöldi eða samtals 84 hljómsveitir yfir vikuna og eru þarna lang flestar þekktustu danshljómsveitir Skandinavíu. Á dansleikina koma þessa vikuna milli 45-50 þúsund manns. Við fengum þann heiður að vera fyrsta íslenska hljómsveitin á þessari hátíð og var það mikil og góð reynsla, sem var þó í raun átakalaus fyrir okkur þar sem sú danstónlist sem við spilum að öllu jöfnu féll greinilega vel í kramið og vorum við ráðnir aftur að ári liðnu á sama stað og sama tíma, en það er ekki sjálfgefið, því kröfurnar til góðrar danstónlistar eru miklar. Það var kannski mesta upplifunin hvað þessi kúltúr þ.e. dansinn heldur sinni hefð í Skandinavíu, en því miður virðist þessi dansmenning eiga verulega í vök að verjast hér á okkar ágæta landi.
Þá viljum við í Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar þakk af auðmýkt þær frábæru viðtökur sem útgáfur okkar hafa fengið hjá almenningi (ekki fjölmiðlum,) Nýji diskurinn okkar Austfirskir staksteinar 3 hefur selst vel og eru nú farin vel á annað þúsund eintök af honum, sem gerir okkur kelift að hugsa að næstu útgáfu, sem er raunar komin í gang nú þegar. Ef þessar viðtökur væru ekki fyrir hendi væri þessum björgunaraðgerðum á austfirsku efni sjálfhætt, því að við höfum ekki leitað eftir styrkjum frá einum eða neinum vegna þessarar útgáfustarfsemi undanfarið. Þá hefur safndiskurinn okkar "44 íslensk alþýðu dans og dægurlög" sem hefur að  geyma eldri diskana okkar sem allir voru uppseldir og ófáanlegir selst jafnt og þétt og gerir enn. 
En nú líður að hausti og vetri og endilega hafið samband ef þið eruð í forsvari fyrir þorrablóti, árshátíð, afmæli, o.s.frv og fáið tilboð frá okkur.  Förum hvert á land sem er, það eru engar vegalengdir á Íslandi :-)  
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 17
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 124620
Samtals gestir: 45142
Tölur uppfærðar: 18.4.2021 02:36:47

Tenglar