Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar. Ráðningar og pöntunarsími 862-1403 netfang frjo@simnet.is

Færslur: 2014 Desember

16.12.2014 09:05

Takk fyrir okkur

Við í Danshljómsveit Friðjóns, viljum koma á framfæri miklu þakklæti fyrir frábær viðbrögð við kynningu okkar á safndiskinum okkar "44 íslensk alþýðu dans og dægurlög" Eins og fram hefur komið, er þarna um að ræða útgáfu á öllum þeim íslensku lögum sem við gáfum út á tímabilinu 1996-2006. Okkur virðist sem að margir séu nú fyrst að gera sér grein fyrir því hvers eðlis þessar útgáfur okkar eru, en þarna er fyrst og fremst tilgangurinn að varðveita lög og texta tiltölulega óþekktra höfunda ( í flestum tilfellum. Alls 42 höfundar flestir tengdir Austurlandi), sem annars eru líkur á að hefðu glatast með tíð og tíma, þannig að hér er fyrst og fremst um varðveisluhugsjón að ræða. Þá er mjög athyglisvert að sjá hvaðan viðbrögðin koma við þessum útgáfum, en í upphafi reiknuðum við með að hér væri um lokal útgáfu að ræða, en smátt og smátt hefur þetta breiðst yfir landið og eru nú viðbrögðin yfirgnæfandi annarsstaðar frá en Austurlandi. Nú er salan á þessum útgáfum okkar komin yfir 10.000 eintök, sem mörgum þætti bara nokkuð gott, allavega miðað við það pláss sem þessi tónlist fær á útvarpsstöðvum þ.m.t. RÚV 

Þetta verkefni okkar í tónlistinni er nær algerlega óháð því sem við erum að gera dags daglega varðandi okkar dansleikjaspilamennsku, en við höfum fundið mikla fordóma oft á tíðum, þar sem verið er að rugla saman þessu verkefni og okkar ballspilamennsku. Auðvitað tökum við lag og lag af þessum útgáfum, en flest þessi lög eru tengd ákveðnum svæðum og þ.a.l. eru þau ekki föst á okkar prógrammi, en að sjálfsögðu notum við lögin eftir því hvar við erum að spila, t.d. lög sem tengjast Borgarfirði eystra eru að sjálfsögðu spiluð á Borgarfirði, lög sem tengjas Fáskrúðsfirði á samkomum þar o.s.frv. o.s.frv. en lögin á þessum útgáfum tengjast nánast öllum byggðalögum á Austurlandi

Grundvöllurinn fyrir því að taka lögin alfarið inn á prógram er að lögin heyrist í fjölmiðlum og verði þar af leiðandi "þekkt", en þessi tónlist er ekki hátt skrifuð í okkar ágætu útvarpsmiðlum að meðtöldu RÚV "útvarpi allra landsmanna" , nema þá helst ef inn koma kveðjur t.d.í Óskastundinni, en í venjulegum tónlistarþáttum heyrist þessi tónlist varla , þó eru undantekningar eins og t.d. Svanhildur Jakobs og Lana Kolbrún.

Meðal athugasemda sem við höfum fengið er m.a. að hér sé um að ræða" frekar hallærislega" tónlist, sem er vafalaust rétt, enda sem betur fer til fullt af "hallærislegu fólki með hallærislegan tónlistarsmekk", en í raun er hér á ferðinni "íslenska sveitatónlist" sem hefur einmitt sérstaka áferð og er að mjög stórum hluta tengd skandinaviskri og norðurevrópskri danstónlist, en þessi tónlist tilheyrir frekar landsyggðinni að margra mati, því að ef við lítum á hlutina í sögulegu samhengi þá t.d. hafði "Kanaútvarpið" eðililega meiri áhrif á höfuðborgarsvæðið, en t.d. á Austurlandi var í denn mun meira hlustað á Radíó Luxemburg, einnig tengdust svæði á Austurlandi mun meira Skandinavíu. ( sem dæmi er oft talað um Seyðisfjörð sem norskan bæ).


Enn og aftur þakkir til þeirra sem kunna að meta þessa viðleitni okkar til að varðveita íslenska tónlist og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. 


  • 1
Flettingar í dag: 64
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 17
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 124655
Samtals gestir: 45143
Tölur uppfærðar: 18.4.2021 03:43:44

Tenglar