Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar. Ráðningar og pöntunarsími 862-1403 netfang frjo@simnet.is

Afmælisdiskur Egilsstðabæjar

Lesandi góður.

Á þessum diski er að finna sýnishorn af flestum hljómplötum og hljómdiskum sem hljómsveitir og tónlistarfólk á Héraði hafa gefið út. Upptökurnar eru börn síns tíma hver um sig, enda gerðar með misjafnri tækni. Auk þessa efnis eru þrjú ný lög úr lagakeppni Harmoníkufélags Héraðsbúa og afmælisnefndar Egilsstaðabæjar 1997 og þrjú áður óútgefin lög með hljómsveitunum Spesíu Austurlandi að Glettingi og Ýmsum flytjendum. Eins eru hér áður óútgefnar upptökur frá Tónkórnum og Kirkjukór Egilsstaðakirkju. Aftur á móti eru ekki lög af diskum H.F.H. Á tauginni, með Tatu Kantoma og Í skýjunum, né af diski Jóns Arngrímssonar Þetta gengur ekki lengur og eins er ekki lag af afmælisplötu U.Í.A. Eitthvert efni hefur verið gefið út á kasettum sem ekki er að finna hér. Það er þó von þeirra sem að útgáfunni standa, að sem flestir geti notið tónlistarinnar og þess texta sem hér fylgir.

Í þeirri samantekt sem hér fer á eftir verður leitast við að rifja upp "tónlistarsöguna" á Héraði síðustu fimmtíu árin. Rétt er þó að taka strax fram að hér er ekki um neina fræðilega úttekt að ræðan, né heldur að hægt sé að flokka þetta sem heimildarit. Þetta er tekið saman í tímapressu á síðkvöldum eins og Íslendinga er siður og hugsað til gamans fyrir þá sem vilja rifja upp liðna tíð með hæfilegri nákvæmni. Í upptalningu á spilurum og hljómsveitum var reynt að miðað við að nefna þá sem spiluðu a.m.k á nokkrum böllum, en sleppa hljómsveitum og hópum sem komu saman og spiluðu við eitt tækifæri eða svo. Eins var ákveðið að leita ekki uppi heimildir um skólahljómsveitir, sem störfuðu fyrst og fremst innan skólanna og/eða á skólatímanum. Þar hefur lengi verið mikil gróska í hljómsveitarbransanum og þá ekki síst í Alþýðuskólanum á Eiðum. Eflaust verða þó einhver frávik frá þeirri vinnureglu. Nú á síðustu árum hefur aftur færst í vöxt að einn eða tveir menn spili saman sem trúbadorar á pöbbum. Ekki verður heldur farið út í að nefna þá á nafn, enda eru þeir oft jafnframt starfandi í hljómsveitum. Telja verður líklegt að einhverjir spilarar og hljómsveitir sem ætti að nefna hér gleymist og eru viðkomandi beðnir velvirðingar á því.

Fimm tugir af tónlist.

Tónlistarlíf á Fljótsdalshéraði hefur mikið breyst á síðustu 50 árum, ekki síður en annað í lífi og starfi Héraðsbúa. Þar koma til margir samverkandi þættir. Má þar nefna, bættar samgöngur og þéttbýlin á Egilsstöðum og Fellabæ, byltingu í aðgengi fólks að öllum tegundum tónlistar og jafnframt að flestum gerðum hljóðfæra og eins eru möguleikar til tónlistarnáms í heimabyggð víðast fyrir hendi fyrir börn og fullorna. Hér er því ólíku saman að jafna. Á árunum um og fyrir 1950 og fram yfir 1960 var tónlistarlíf helst bundið við kirkjukóra og nokkra frækna harmoníkuleikara sem þjónuðu dansþörf fólksins. Auðvita var lagið svo tekið á mannamótum frjálst og óháð, eins og gengur og gerist og


 

kvartettsöngur heyrðist endrum og eins. Karlakór var líka um tíma í Fljótsdal á árunum milli 1940 og 1950.

Nú er öldin önnur. Tónlistarskólarnir og þeirra starfsfólk hafa innleitt ýmiskonar tónlist, auk dægur og danstónlistar sem spiluð er af leikum sem lærðum. Þar má nefna kirkjulega tónlist, harmoníkutónlist, klassíska tónlist, leikhústónlist, þjóðlagatónlist, lúðrasveitatónlist, dixieland, jass og blues. Um suma þessa tónlist hafa verið stofnuð og starfrækt félög, svo sem Harmoníkufélag Fljótsdalshéraðs, Jassklúbbur Egilsstaða og Héraðsvísnavinir.

En snúum okkur aftur að fyrri tíð.

Kirkjukórarnir sungu flestir einungis við athafnir í eigin sóknarkirkjum. Árið 1944 mun Þórarinn Þórarinsson á Eiðum, ásamt fleirum hafa stofnað kirkjukórasamband Austurlands. Það er þó ekki fyrr en Sigurður Birkis og Eyþór Stefánsson ferðuðust á milli kóra á Héraðið 1957 að starfið fer að eflast. Stofnuðu þeir og æfðu kirkjukóra, t.d. kirkjukór Egilsstaðakirkju og blésu lífi í aðra. Voru þá haldin kóramót í Egilsstaðaskógi og nokkur kraftur í starfinu um hríð. Á seinni árum hefur starf sumra þessara kóra aftur eflst og á það helst við í þéttbýlinu,t.d hjá kirkjukórum Egilsstaðakirkju, Áskirkju í Fellum og Eiðakirkju. En hér verður ekki farið nánar út í þá sálma, eins og einhversstaðar stendur skrifað.

Í Eiðaskóla hélt Þórarinn Þórarinsson úti öflugum skólakór um og eftir 1950 og hefur það starf eflaust smitað nokkuð út frá sér á Héraði.

1960 var Karlakór Fljótsdalshéraðs svo stofnaður. Helstu hvatamenn að því voru Eiðamennirnir Þórarinn Þórarinsson, Jón Sigfússon og Björn Magnússon. Eins má nefna Hall Björnsson á Rangá og Egilsstaðabúana Björn Pálsson og Stefán Pétursson, en Stefán var fyrsti kórstjórinn. Svavar Björnsson tók síðan við af honum og undir þeirra stjórn starfaði kórinn í 10 ár. Eins má geta þess að Jón Þórarinsson tónskáld, var kórnum oft hjálplegur á þessum árum. Starfið lá svo niðri þar til 1982 er Árni Ísleifsson tók við kórnum sem söngstjóri. Undir hans stjórn starfaði kórinn svo til 1994 utan síðasta veturinn, en þá stjórnaði Suncana Slamning honum. Síðan þá hefur kórinn verið í hvíld.

Tónkór Fljótsdalshéraðs var stofnaður á Egilsstöðum 1971 og starfaði í 10 ár. Magnús Magnússon, sem þá var nýráðinn skólastjóri Tónskóla Fljótsdalshéraðs, var söngstjóri allan þann tíma. Rétt er að geta þess í framhjáhlaupi að Tónlistarfélag Fljótsdalshéraðs, undir stjórn Magnúsar Einarssonar, réði Magnús Magnússon sem tónlistarkennara og var Tónskólinn stofnaður í framhaldi af því. Magnús Einarsson var síðan skráður nemandi nr. 1 í skólann. Lengst af voru kórfélagar Tónkórsins um 40. Kórinn söng víða bæði utan og innan fjórðungsins og m.a. í útvarpinu. Sú upptaka hefur varðveist og er góð heimild um hann. Tónkórinn, sem var blandaður kór, fékk oft til liðs við sig þekkta undirleikara og einsöngvara. Vorið 1978 frumflutti kórinn hérlendis Páskaoratoriu eftir A M Brunckhorst með Kammersveit og einsöngvurum og einnig frumflutti hann fleiri verk. Báðir þessir kórar voru nokkuð öflugir á


 

sínum toppárum. Töluvert er til af upptökum með Tónkórnum, en synd er að ekki skuli vera til góðar upptökur af söng karlakórsins. Samkór Norður-Héraðs var síðan stofnaður 1992 og hefur starfað síðan. Þar hafa verið nokkrir söngstjórar svo sem, Þórður Sigvaldason, Anna G. Jóhannesd. Helga G. Loftsd. Halla Skúladóttir og Júlian og Rósmarý Hewlett. Söngfólkið kemur að mestu úr Tungu, Hlíð og Jökuldal og á sumt þeirra um langan veg að fara á æfingar. Þó hafa oftast bæst í hópinn söngfuglar "austan" af Héraði, enda létt yfir norðanfólki og glatt á hjalla í kórnum.

Á árunum 1978 og 1979 starfrækti Árni Ísleifsson ásamt fleira góðu fólki dixílandband á Egilsstöðum. Það spilaði við nokkur tækifæri og eins á nokkrum dansleikjum, en varð ekki langlíft. Árið 1987 hóaði Árni hins vegar saman nokkrum djassgeggjurum og stofnaði Djassklúbb Egilsstaða. Sá klúbbur hefur síðan haldið djasshátíðir árlega í Valaskjálf og er hún orðinn fastur liður síðustu helgina í júní. Árni, sem hefur verið þar potturinn og pannan, hefur fengið þangað marga fræga djassleikara, innlenda sem erlenda, auk þess að hafa verið með Austfirskar djasssveitir af ýmsum toga.

Héraðsvísnavinir voru stofnaðir 1989 og er félagsskapur fólks sem hefur gaman af því að koma saman og syngja frjálst og óháð. Þar er þjóðlagatónlist í hávegum höfð og eins er hugað að vísum og kveðskap. Settar hafa verið upp nokkrar dagskrár og þær fluttar fyrir almenning, bæði á Egilsstöðum og víðar við góðar undirtektir. Eins hafa komið innlendir og erlendir vísnasönvarar á vegum félagsins og haldið tónleika á Egilsstöðum. Nokkrir sönghópar í þessum anda hafa starfað hér af og til. Sá fyrsti og langlífasti var Bráðabirgðaflokkurinn

sem stofnaður var ´81 og söng við ýmis tækifæri í mörg ár. Þar sungu lengst saman þau Bjarni Björgvinsson, Reynir Sigurðsson, Ásdís Blöndal og Emelía Sigmarsdóttir.

Á árunum frá 1947 til 1967 voru það harmoníkurnar sem báru uppi dansmússíkina. Þær höfðu þá nær alveg rutt úr vegi gömlu fótstignu orgelunum, enda ólíkt þægilegri hljóðfæri og þá ekki síst í flutningi. Spilarar þess tíma létu sig heldur ekki muna um að binda þær á bak sér og ganga oft um langan veg til dansleikja. Þar spiluðu þeir svo fram á bjartan dag og gengu síðan heim aftur. Laun hafa eflaust verið misjöfn, en kaffi hafa þeir þó alltjent fengið og lengi var til siðs að hella vel upp á spilarann, þó stundum hefði það betur verið látið ógert.

Harmoníkurnar voru oft í ágætis töskum og notuðu sumir, eins og t.d. Torfastaðabræður eldri, þær fyrir trommur og var þá lítt dregið af höggunum.

Við upprifjun kunnugra á sögunni, virðast þó ekki hafa verið mjög margir nikkuspilarar á Héraði á þessum tíma sem gáfu sig í að spila á böllum. Einhverjir komu líka neðan af fjörðum, eða lengra að og verður þeirra ekki getið hér. Í Fljótsdal voru það Jón Kjerúlf og síðar Óli sonur hans sem helst spiluðu á böllum. Úr Skriðdal komu Svavar Stefánsson og síðar Eyþór Stefánsson. Fellamenn áttu vaska sveit spilara, svo sem Hallgrím Einarsson, þá


 

Setbergsbræður, Sigfús, Harald og Braga Gunnlaugssyni og Krossbræður einkum þó Pál og Guttorm Sigfússyni . Jón, Eiríkur og Baldur gripu þó líka í nikkuna. Á Jökuldal var það helst Þórður Sigvaldason á Hákonarstöðum sem þandi dragspilið. Á Út-Héraði spilaði Kristmann Jónsson frá Grænuhlíð á böllum og eins systkyni hans eitthvað, þau Snorri, Egill og Sæbjörg. Í Hlíðinni voru það Torfastaðabræður Þorvaldur Jónsson og síðar Hreggviður sem sáu um fjörið. Yfirleitt var þá aðeins einn harmoníkuleikari sem lék fyrir dansi í einu, en fékk kanski smá afleysingu í pásu, ef einhver nikkufær spilari var á staðnum. Þó tíðkaðist nokkuð að tromma væri í spilinu. Nokkur dúó voru þannig að spila á árunum eftir 1950. Má þar t.d. nefna: Þorvald Jónsson og Ólaf Magnússon, Svavar Stefánsson og hans trommara td. Garðar Stefánsson og Jón Bergsteinsson, Pál Sigfússon og ýmist þá bræður hans Guttorm eða Baldur og Óla Kjerúlf og Hrafnkel Björgvinsson.

Það er svo sennilega 1951 sem fyrsta danstríóið var stofnað á Héraði og var það nefnt Litla bandið. Þar fór fyrir Svavar Stefánsson á harmoníku og með honum voru Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir á gítar og Örn Einarsson á trommur. Síðar tók Vilhjálmur Einarsson við af honum. Sumarið 1957 var svo stofnað annað danstríó, Tríó Þorvaldar. Höfuðpaurinn í því var Þorvaldur Jónsson frá Torfastöðum, en hann var þá einn eftirsóttasti harmoníkuspilarinn á svæðinu. Til liðs við sig fékk hann Pál Sigfússon frá Krossi, sem þar spilaði á trommur og síðan fengu þeir sem þriðja mann Önund Magnússon, sem þá starfaði á skrifstofum K.H.B, en hann spilaði á klarinett. Þetta mæltist vel fyrir og var mikið að gera hjá þeim félögum meðan þeir spiluðu saman. Um 1960 stofnaði Eyþór Stefánsson frá Flögu í Skriðdal tríó, sem nefnt var Lúdó tríó, ásamt sveitungum sínum þeim Reyni Eymundssyni frá Hátúnum og Sigurði Runólfssyni frá Litla-Sandfelli. Eyþór spilaði á nikku, Reynir á gítar og Sigurður á trommur. Langlífasta tríóið var þó Tríó Óla, en það var líka stofnað 1960 af Óla Kjerúlf frá Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal. Mun það hafa spilað nokkuð samfellt fram yfir 1970. Með honum voru Hrafnkell Björgvinsson á trommur og Methúsalem Kjerúlf á gítar. Nokkur skipti urðu á gítarleikurum. Þar komu við sögu Hjörtur Kjerúlf, Magnús Einarsson, Andrés Einarsson, Jón Guðmundsson og Guðrún M. Kjerúlf. Guðrún, eða Lóa eins og hún er jafnan kölluð, var líka söngkona með tríóinu og því líkast til sú fyrsta sem slík á Héraði. Fram að þeim tíma voru það bara hljóðfærin sem spiluðu laglínuna og síðan söng hver með sínu nefi sem vildi. Söngkerfi og annar rafmagnsbúnaður var þó að byrja innreið sína. Eftir 1970 hverfur síðan harmoníkan að mestu út úr danshljómsveitum hér og má segja að hún hafi verið í nokkurri lægð fram til ársins 1984. Þann 30 mars það ár var stofnað Harmoníkufélag Fljótsdalshéraðs. Það hefur síðan verið mikil lyftistöng fyrir harmoníkuspilara og komu þá margir út úr skápnum, eins og sagt er. Öflugt starf hefur verið hjá félaginu. Það stendur fyrir æfingum og kennslu á hljóðfærið, heldur dansleiki og árshátíðir, félagar sækja og halda landsmót S.Í.H.U. og eins stendur það fyrir lagakeppnum meðal


 

félagsmanna. Árið 1994 gaf félagið út kasettu með lögum eftir félagsmenn sem nefndist Draumsýn og eins gaf það út disk með dægurlagakeppninni 1996 sem heitir Í skýjunum og disk með einleik finnska harmoníkusnillingsins Tatu Kantoma, sem hefur starfað tímabundið sem kennari hjá félaginu nú á síðustu árum. Sá diskur heitir Á tauginni og hefur að geyma lög eftir félaga í H.F.H. Ánægjulegast var þó að við stofnun þessa félagsskapar fóru gamlir tómstunda og atvinnuspilarar aftur að láta ljós sitt skína og eins fóru nokkrir nýliðar að gefa þessu hljóðfæri gaum.

Þá er komið að þætti hljómsveitanna. Hér verður aðeins minnst á nokkrar þeirra og þá vegna einhverrar sérstöðu hverrar fyrir sig. Eins og áður er getið má segja að Alþýðuskólinn á Eiðum hafi verið eins konar útungunarstöð fyrir dægurlagaspilara. Þar stigu margir hörðustu Héraðspoppararnir fyrst á svið og náðu úr sér mesta skrekknum. Fáir verða smiðir í fyrsta sinn og oft var hent gaman að fyrstu tilraunum manna til leiks og söngs, eins og eftirfarandi vísa ber með sér:

Hans er söngrödd Héraðsböl,

hljóð af þrautum sprottið,

líkust því er kattarkvöl

klipin er í skottið.

Flestar þær hljómsveitir hættu störfum þegar skóla lauk á vorin. Undantekning var þó hljómsveitin Kinks, sem byrjaði sem skólahljómsveit 1965, en starfaði svo sumarið 1967 á almennum markaði. Verður því að teljast að þar hafi farið fyrsta bítlahljómsveit á Héraði. Þó hún væri að vísu ekki skipuð mörgum Héraðsbúum, þá gerði hún út héðan. Þar var bítlatónlistin í hávegum höfð og breska poppið í öndvegi. Hljóðfæraskipanin var gítarar bassi og trommur og eins var hljómborð til staðar og notað þar sem það átti við. Þarna voru hljómsveitarmeðlimir farnir að syngja fullum hálsi og höfðu meira að segja sérstakan söngvara. Þetta voru stórhuga menn sem tóku hlutina alvarlega. Veturinn ´66 til ´67 keyptu þeir öll tól og tæki ný, trommur, gítara, magnara og söngkerfi. Og hvernig fóru skólastrákar á þeim tíma að því að verða sér út um pening fyrir öllun þessu. Jú þeir fengu bara nokkra trausta aðila á Héraði til þess að skrifa upp á fyrir sig og svo var farið og verslað. Allt gekk þetta líka upp á endanum, enda töluvert spilað og silfur hafsins enn að berast á land.

Sumarið 1967 var svo stofnuð önnur hljómsveit á Héraði sem hafði engin tengsl við Eiðaskóla. Hún var meira að segja stofnuð bak við hljómsveitarpallinn í Atlavík. Þar voru á ferðinni fjórir ungir Fljótsdælingar, sem hrifust af leik aðkomuhljómsveita og langaði að feta í þeirra fótspor. Þar með varð til fyrsta hreinrætktaða "Héraðsbítlahljómsveitin" með hefðbundna hljóðfæraskipan þess tíma, gítara bassa trommur og söng. Nafn sveitarinnar, Fljótsmenn, var í anda þess tíma og með tengingu við upprunann. Síðar bættist fimmti meðlimurinn við, sá var þriðji bróðirinn í hópnum og spilaði á hljómborð. Fljótsmenn spiluðu saman í tvö ár og höfðu töluvert að gera. Þeir spiluðu mikið íslensk popplög


 

þess tíma, auk þeirra bresku og eins voru Shadows lögin svolítið vörumerki fyrir þá. Nú var sá tími liðinn að spilarar öxluðu hljóðfærin og gengju af stað. Fljótsmenn pökkuðu sínum græjum inn í tvo Land Rover bíla, sem þá voru mjög vinsæl samgöngutæki og brenndu svo á böllin.

Á árunum frá 1972 til 1977 var hljómsveitin Völundur áberandi í bransanum: Jón Arngrímsson og Friðrik Lúðvíksson voru í henni allan tímann, en margir aðrir léku með henni í mislangan tíma. Vorið 1975 spilaði hún tvö lög inn á safnplötu sem Pálmi í Tónabúðinni gaf út og var því fyrst hljómsveita af Héraði til að koma lögum á plötu. Vorið 1976 voru í Dagblaðinu mikil skrif um hljómsveitina og samanburður við aðrar sveitir á fjörðunum. Skrifuðust aðdáendur hljómsveitanna á og sýndist sitt hverjum. Voru þetta hin fjörlegustu skrif og lýsingarorð lítt spöruð. Gengu þau undir nafninu Völundarmálið á síðum D.V. og entust fram á sumar.

Þann 10. október 1982 var stofnuð eftirtektarverð hljómsveit á Egilsstöðum. hún var merkileg fyrir þær sakir að í henni voru einungis konur. Þær voru fimm talsins og kölluðu sig Dúkkulísur. Hljóðfæraskipanin var gítar, bassi, hljomborð og trommur og svo var sérstök söngkona. Þetta var fyrsta kvennahljómsveit á Héraði og ein sú fyrsta á landinu. Þæar stöllur drifu sig í hljómsveitakeppni í Atlavík sumarið 83 og urðu þar í 2. sæti. Haustið eftir fóru þær í Músiktilraunir Satt og Tónabæjar og náðu þar fyrsta sæti. Þessum árangri fylgdu upptökutímar í stúdíói og vorið 1984 kom út platan Dúkkulísur. Önnur plata kom svo út í júní 1986 sem bar nafnið: Í léttum leik. Óhætt er að segja að Dúkkulísurnar sé sú hljómsveit af Héraði sem þekktust hafi orðið meðal landsmanna og fengu plötur þeirra heilmikla spilun.

Þó hér sé fyrst og fremst fjallað um danshljómsveitir hafa nokkrar "sérhæfðar" hljómsveitir verið starfandi og þá fyrst og fremst spilað á tónleikum. Þar má nefna sveit sem nefndist Bræðingur og var Guðgeir Björnsson blúsari og trúbadúr ein aðal sprautan þar, Þessi sveit starfaði fyrst ´78 - ´79 og flutti frumsamda tónlist Guðgeirs. Síðan kom hún saman ´81 með nýjum spilurum, ásamt Viðari Aðalsteinssyni söngvara og flutti þá alþjóðlegri tónlist.

Önnur slík sveit hét því virðulega nafni: Hross í haga með gras í maga og rafmagnsgirðing allt í kring. Hún var upp á sitt besta á árunum frá 1983 til 1985 og keppti þrisvar í hljómsveitarkeppninni í Atlavík. Sveitin spilaði einungis frumsamda tónlist. Elvar Vignisson Rögnvaldur Jónsson og Ármann Einarsson voru þar fremstir í flokki og fengu svo til liðs við sig ýmsa spilara eftir því hvernig vindar blésu.

Einnig má nefna bluse-bandið Rætur sem starfaði á árunum 1992 til 1994. Þar voru á ferðinni ungir og efnilegir krakkar, sem höfðu öll lært eitthvað í tónlistinni og nýttu sér það til að túlka blusinn.

Eins má geta um samstarf hljómsveita og söngvara árin ´87 - ´89, undir verkstjórn Þorvarðar B. Einarssonar, en þá voru settir upp þrennir tónleikar og var ágóðanum varið til styrktar byggingu sundlaugar við Vonarland. Þeir fyrstu


 

voru með því sniði að söngvarar völdu sér lög til flutnings. Næst var staðið fyrir dægurlagakeppni og síðustu tónleikarnir voru helgaðir lögum Magnúsar Eiríkssonar.

Danshljómsveitir á Héraði.

Í þeirri skrá sem hér fer á eftir er reynt að telja upp þær hljómsveitir Héraðsmanna sem leikið hafa á a.m.k nokkrum böllum og verið starfræktar á svæðinu. Þeim er raðað upp í tímaröð eftir því hvenær þær komu fram og eins verður getið um mannabreytingar. Um söngvara verður einungis getið þegar hljómsveitir höfðu sérstakan söngvara.

KINKS (haust '65 - haust '67)

Ágúst Marinósson (söngur) Björgúlfur Lárusson (bassi) Jónas Þ. Jóhannsson (gítar, hljómborð) Rafn Svansson (gítar) Sigurður Karlsson (trommur).

FLJÓTSMENN (haust ´67- ´69)

Andrés Einarsson (gítar) Hjörtur Kjerúlf (gítar) Sigurður Kjerúlf (trommur) Þórarinn Rögnvaldsson (bassi). ´68 bætist við Reynir Kjerúlf ( hljómborð).

FORMÚLA ( haust '68 - ´69)

Daníel Gunnarsson (gítar) Gunnlaugur Gunnlaugsson (trommur) Jónas Þ. Jóhannsson (hljómborð) Magnús Karlsson (bassi).

ÓKEY (´69 )

Andrés Einarsson (gítar) Sigurður Kjerúlf (trommur) Þórarinn Rögnvaldsson (bassi).

GLEYM MÉR EI. (´69 - ´71)

Andrés Einarsson (gítar) Gunnlaugur Gunnlaugsson (trommur) Jónas Jóhannsson (hljómborð) Þórarinn Rögnvaldsson (bassi)

BOGGI (sumar ´72)

Bjarni Helgason (trommur) Eyþór Hannesson (hljómborð) Jón Arngrímsson (gírar)

(sumarið ´73)

Bjarni Helgason (trommur) Eyþór Hannesson (hljómborð) Friðrik Lúðvíksson (gítar) Helgi Arngrímsson (gítar) Jón Arngrímsson (bassi)

VÖLUNDUR (haust ´72 - vor ´73)

Bjarni Helgason (söngur) Friðrik Lúðvíksson (gítar) Gunnlaugur Gunnlaugsson (trommur) Jón Arngrímsson (bassi) Jónas Þ. Jóhannsson (hljómborð)

( haust´73 - vor ´74)


 

Bjarni Helgason (trommur) Friðjón Jóhannsson (bassi) Friðrik Lúðvíksson (gítar) Jón Arngrímsson (hljómborð) Þorvarður B. Einarsson (gítar)

(haust ´74 - vor ´75)

Bjarni Helgason (trommur) Friðrik Lúðvíksson (gítar) Helgi Arngrímsson (gítar) Jón Arngrímsson (bassi).

(vor 75 - vetur ´76)

Bjarni Helgason (trommur) Eyþór Hannesson (hljómborð) Friðrik Lúðvíksson (gítar) Helgi Arngrímsson (gítar) Jón Arngrímsson (bassi). Eyþór hætti um áramót.

(vor ´76 vetur ´77)

Bjarni Helgason (trommur) Friðrik Lúðvíksson (gítar) Helgi Arngrímsson (gítar) Jón Arngrímsson (bassi) Stefán Bragason (hljómborð)

(sumarið ´77)

Arnþór Magnússon (trommur) Ásmundur Þ. Kristinsson (söngur) Friðrik Lúðvíksson (gítar) Jón Arngrímsson (bassi) Stefán Bragason (hljómborð)

BIGG-FÍ-BAND (haust ´75 - haust ´76)

Birgir Björnsson (hljómborð ) Friðjón Jóhannsson (gítar)

(haust ´76 vor ´77)

Birgir Björnsson (hljómborð sax) Friðjón Jóhannsson (bassi) Gunnlaugur Gunnlaugsson (trommur) Þórarinn Rögnvaldsson (gítar)

STRAUMROF (haust ´76 - sumar 77)

Guðjón Sigmundsson (bassi) Gunnlaugur Ólafsson (söngur) Stefán Jóhannson (gítar) Steinar Guðgeirsson (trommur) Þorvarður B. Einarsson (gítar) Um sumarið kom Valgeir Skúlason á trommur í stað Steinars og Björk Sigurbjörnsdóttir í söng.

PANIC (haust ´77 - vor ´78)

Friðjón Jóhannsson (bassi) Gunnlaugur Gunnlaugsson (tormmur) Gunnlaugur Ólafsson (gítar) Jónas Þ. Jóhannsson (hljómborð)

(haust ´78 - vor ´79)

Guðjón Sigmundsson (bassi) (Jón Arngrímsson tók við um veturinn) Gunnlaugur Gunnlaugsson (trommur) Gunnlaugur Ólafsson (gítar) Helgi Arngrímsson (gítar) Jónas Jóhannsson (hljómborð)

ADAM (haust ´77 - sumar ´78)

Arnþór Magnússon (bassi) Ásmundur Kristinsson (söngur) Birgir Björnsson (sax) Bjarni Helgason (trommur) Eyþór Hannesson (hljómborð) Friðrik Lúðvíksson (gítar) Um sumarið hættu Ásmundur og Bjarni, en Gunnlaugur Ólafsson kom í söng og Stefán Jökulsson á trommur.


 

HVAÐ (haust ´78 til áramóta)

Friðrik Lúðvíksson (gítar) Jón Arngrímsson (bassi) Stefán Bragason (hljómborð) Valgeir Skúlason (trommur).

B.Á.M. TRÍÓ (lok árs ´78 - vor ´79)

Árni Ísleifsson (hljómborð) Bjarni Helgason (trommur) Magnús Einarsson (hljómborð, nikka).

SPANGÓLÍN ( haust ´78 - vor ´80)

Andrés Einarsson (gítar) Eyþór Hannesson (hljómborð) Stefán Jökulsson (trommur) Þórarinn Rögnvaldsson (bassi)

SLAGBRANDUR (vor ´79 - vors ´80)

Árni Ísleifsson (hljómborð) Bjarni Helgason (trommur) Friðjón Jóhannsson (bassi) Magnús Einarsson (hljómb. nikka)

(haust ´80 - vor ´81)

Árni Ísleifsson (hljómborð) Bjarni Helgason (trommur) Friðjón Jóhannsson (bassi) Stefán Jóhannsson (gítar). Veturinn ´81 Alda Jónsdóttir (söngur)

(haust ´81 - vor ´82)

Árni Ísleifsson (hljómborð) Bjarni Helgason (trommur) Friðjón Jóhannsson (bassi) Friðrik Lúðvíksson (gítar) um tíma Eyþór Hannesson hljómborð.

LUCIFER (vor ´79 )

Árni Ólason (gítar) Guðjón Kjartansson (gítar) Guðlaugur Sæbjörnsson (bassi) Kjartan Ólafsson (söngur) Þórður Jónsson (trommur).

(haust ´79 - vor ´80)

Árni Óðinsson (gítar) Árni Ólason (söngur) Guðjón Kristinsson (gítar) Guðlaugur Sæbjörnsson (bassi) Þórður Jónsson (trommur).

(haust ´80 - vor ´81)

Árni Óðinsson (gítar) Árni Ólason (söngur) Guðjón Kjartansson (gítar) Guðlaugur Sæbjörnsson (bassi) Gunnar Rafnsson (hljómborð) Þórður Jónsson (trommur).

(haust ´81 - vor ´82)

Árni Óðinsson (gítar) Árni Ólason (gítar) Guðlaugur Sæbjörnsson (bassi) Þórður Jónsson (trommur)

Áslákur (haust ´79 - vor ´81)

Friðrik Lúðvíksson (gítar) Jón Arngrímsson (bassi) Ragnar Þorsteinsson (trommur) Stefán Bragason (hljómborð), lengst af Viðar Aðalsteinsson (söngur)

SÓNATA (sumarið ´80)


 

Alda Jónsdóttir (söngur) Björn Vilhjálmsson (bassi) Eyþór Hannesson (hljómborð) Linda Sigbjörnsdóttir (söngur) Sigurður Jakobsson (trommur) Stefán Víðisson (gítar).

FIMM Á FLOTI (veturinn ´80 - ´81)

Birgir Björnsson (sax) Eyþór Hannesson (hljómborð) Helgi Arngrímsson (bassi)

Valgeir Skúlason (trommur) Þorvarður B. Einarsson (gítar).

J.G.G TRÍÓ / ASTERIX (Haust ´81 - vor ´´83)

Gunnlaugur Gunnlaugsson (trommur) Gunnlaugur Ólafsson (gítar) Jónas Þ. Jóhannsson (rafharmoníka)

ÞEMA (veturinn ´81- ´82)

Bjarni H. Kristjánsson (gítar) Höskuldur Svavarsson (bassi) Sigujón Ingibergsson (gítar) Viðar Sigurjónsson (trommur) Örvar Einarsson (hljómborð)

RIMMA / STEINBLÓM (haust ´81 - sumar 82)

Elvar Vignisson (bassi) Gissur Kristjánsson (gítar) Rögnvaldur Jónsson (gítar)

Sigurður Jakobsson (trommur) Stefán Ó. Stefánsson (söngur) einnig Ármann Einarsson (sax)

TRÍÓ TÓTA ( veturinn ´82)

Andrés Einarsson (gítar) Valgeir Skúlason (trommur) Þórarinn Rögnvaldsson (bassi).

AÞENA (sumarið ´82- sumar ´84)

Bjarni H. Kristjánsson (gítar) Björn Hallgrímsson (bassi) Valgeir Skúlason (trommur) Örvar Einarsson (hljómborð). Haustið ´82 kemur Tómas Tómasson á gítar í stað Bjarna H.

SKRUGGA (haust ´82 - vors ´84.)

Eyþór Hannesson (hljómborð) Friðjón Jóhannsson (bassi) Friðrik Lúðvíksson (gítar) Ragnar Þorsteinsson (trommur) Stefán Bragason (hljómborð). Eyþór hættir um vorið ´83.

DÚKKULíSUR (haust ´82 - haust ´86)

Erla Ingadóttir (bassi) Erla Ragnarsdóttir (söngur) Guðbjörg Pálsdóttir (trommur) Hildur Viggósdóttir (hljómborð) Þórunn Víðisdóttir (gítar). Vorið ´83 kemur Gréta Sigurjónsdóttir á gítar í stað Þórunnar og ´85 hætti Hildur og Harpa Þórðardóttir kemur á hljómborð.

FÁSINNA (Sumar ´83- vetur ´84)


 

Bjarni H. Kristjánsson (gítar) Gissur Kristjánsson (gítar) Höskuldur Svavarsson (bassi) Sigurður Jakobsson (trommur)

(vetur ´84 - sumar ´85)

Bjarni H. Kristjánsson (gítar) Höskuldur Svavarsson (bassi) Kristján Kristjánsson (trommur) Þórarinn Sveinsson (hljómborð) Viðar Aðalsteinsson (söngur)

HLJÓMSVEIT HREGGVIÐS JÓNSSONAR (haust ´83 - vor ´86)

Hreggviður Jónsson (harmoníka) ásamt ýmsum meðspilurum svo sem: Bjarni H. Kristjánsson (gítar) Gréta Sigurjónsdóttir (gítar) Höskuldur Svavarsson (bassi) Sigurður Jakobsson (trommur) Sigurður G. Björnsson (bassi) og fl.

(haust ´86 - ´89)

Gylfi Björnsson (bassi) Hreggviður Jónsson (harmoníka) Ragnar Þorsteinsson (trommur) Þórlaug Jónsdóttir (harmoníka)

NÁTTFARI (haust ´83 - vor ´84)

Árni Ísleifsson (hljómborð) Guðbjörg Pálsdóttir (trommur) (Björn Víðisson tók við veturinn ´84) Jón Arngrímsson (bassi) Linda Sigbjörnsdóttir (söngur) Sævar Benediktsson (gítar).

(haust ´84 - vor ´85)

Árni Ísleifsson (hljómborð) Björn Víðisson (trommur) Friðrik Lúðvíksson (gítar) Jón Arngrímsson (bassi) Eftir áramót Gígja Sigurðardóttir (söngur)

(haust ´85 - ´86)

Friðrik Lúðvíksson (gítar) Gígja Sigurðardóttir (söngur) Ingvar Jónsson (hljómborð) Jón Arngrímsson (bassi) Ragnar Þorsteinsson (trommur)

TRÍÓ VALGEIRS(´84 - ´86)

Björn Hallgrímsson (bassi) Tómas Tómasson (gítar) Valgeir Skúlason (trommur) Veturinn ´86 að hluta Eyþór Hannesson (hljómborð, nikka) Einnig tímabundið. Hreinn Halldórsson (nikka) Helgi Eyjólfsson. (nikka) Þorvarður B. Einarsson. (gítar)

TRÍÓ SÆVARS BEN (Vetur ´85)

Ragnar Þorsteinsson (trommur) Stefán Bragason (hljómborð) Sævar Benediktsson (bassi, gítar)

MÁNATRÍÓ (haust ´85 - vor ´86)

Friðjón Jóhannson (bassi) Stefán Bragason (hljómborð) Þorvarður Einarsson (gítar)

BERGMÁL (I) (haust ´86 - sumar ´87)


 

Bjarni H. Kristjánsson (gítar) Eyþór Hannesson (hljómborð) Friðjón Jóhannsson (bassi) Sigurður Jakobsson (trommur)

ÖKKLABANDIÐ (haust ´86 haust ´88)

Ármann Einarsson (hljómborð, gítar, sax) Friðrik Lúðvíksson (gítar) Gígja Sigurðardóttir (söngur) Guðbjörg Pálsdóttir (trommur) Jón Arngrímsson (bassi)

(haust ´88 - vor ´89)

Ármann Einarsson (hljómborð, gítar, sax) Guðbjörg Pálsdóttir (trommur) Gréta Sigurjónsdóttir (gítar) Jón Arngrímsson (bassi)

LÓLA (veturinn ´86 - ´87)

Björn Hallgrímsson (bassi) Emil Guðmundsson (trommur) (Jóhannes Jónsson tók við af honum) Harpa Þórðardóttir (hljómborð) Tómas Tómasson (gítar).

TRÍÓ EYÞÓRS (haust ´87 - vor ´91)

Eyþór Hannesson (hljómborð) Friðjón Jóhannsson (bassi) Sigurður Jakobsson (trommur)

ÝMSIR FLYTJENDUR (haust ´88 sumar ´96)

Björgvin H.Bjarnason (gítar) Halldór Benediktsson (hljómborð) Róbert E. Sigurðsson (söngur) Sigfús F. Stefánsson (bassi) Þorsteinn Steinþórsson (trommur). Jónas Sigurðsson leysti Þorstein af í tvö ár á trommur. Vilhjálmur Benediktsson tekur við af Björgvin ´94 á gítar og Jón Á. Reynisson kemur í stað Sigfúsar síðasta árið á bassa. Bragi Þorsteinsson spilaði á trommur síðustu böllin.

KÓRDRENGIRNIR (haust ´88 - vor ´89)

Ármann Einarsson (hljómborð) Bergur Hallgrímsson (bassi) Björn Hallgrímsson (gítar) Karl Erlíngsson (gítar) Kristján Kristinsson (trommur)

TRASSARNIR (sumar ´87 - ársbyrjun ´92)

Andrés J. Stefánsson (trommur) Björn Þ. Jóhannsson (gítar) Hólmar Þ. Unnarsson (bassi) Jónas F. Steinsson (gítar) Ragnar M. Sigurðsson (söngur) Rúnar Þ. Þórarinsson (gítar). Síðar koma við sögu: Hlynur Jökulsson (bassi) Eyþór Viðarsson (trommur) Ásgrímur I. Arngrímsson (trommur) Benedikt P Magnússon (bassi) Jónas Sigurðsson (trommur) Róbert E Sigurðsson (söngur) Sævar L. Ólason. (söngur)

HLJÓMSVEIT STEFÁNS BRAGASONAR. (veturinn ´89)

Andrés Einarsson (gítar) Stefán Bragason (hljómborð) Þorvarður B. Einarsson (

(gítar) Þórarinn Rögnvaldsson (bassi)


 

HITAVEITAN (haust ´89 - vor ´90)

Guðlaugur Sæbjörnsson (bassi) Sigurður H. Sigurðsson (trommur) Stefán Bragason (hljómborð) Þorvarður B. Einarsson (gítar)

(haust ´90 - vetur ´92 )

Anna B. Guðjónsdóttir (söngur) Árni Óðinsson (gítar) Guðlaugur Sæbjörnson (bassi) Sigurður H. Sigurðsson (trommur) Stefán Bragason (hljómborð) um tíma Sigursteinn Melsteð (harmoníka) (Anna B. með til vors ´91.)

BERGMÁL (vor ´91 - vor ´92)

Eyþór Hannesson (hljómborð) Friðjón Jóhannsson (bassi) Gréta Sigurjónsdóttir (gítar) Sigurður Jakobsson (trommur)

(vor ´92 - vor ´93)

Árni Óðinsson (gítar) Björn Hallgrímsson (gítar) Eyþór Hannesson (hljómborð) Friðjón Jóhannsson (bassi) Valgeir Skúlason (trommur)

(haust ´93 - vor ´95)

Eyþór Hannesson (hljómborð) Friðjón Jóhannsson (bassi) Sigurður Jakobsson (trommur) Stefán Víðisson (gítar)

STEMMING (haust ´91 - vor ´93)

Elvar Sigurðsson (söngur) (söng c.a. 1/2 ár) Ingólfur Guðnason (gítar) Jón Arngrímsson (bassi) Valgeir Skúlason (trommur) veturinn ´92- einnig Árni Óðinsson (gítar).

XD3 (haust ´91 - vor ´97)

Gunnlaugur Ólafsson (gítar) Jónas Þ. Jóhannsson (rafharmoníka) Ragnar Þorsteinsson (trommur). Gunnlaugur hættir ´93 og við tekur Sigurður Hr. Sigurðsson á gítar. Hann hætti ´94 og Jón Kr. Arnarson tekur við. Hann hættir ´96 og við tók Bjarni Þ. Sigurðsson gítarleikari.

LÍFVERA (haust ´92 - vor ´93)

Ásta Sveinsdóttir (söngur) Ragnar J. Grétarsson (bassi) Sigurður Jakobsson (trommur) Stefán Víðisson (gítar) Tryggvi Haraldsson (gítar)

AUSTURLAND AÐ GLETTINGI (vor ´94 - haust ´96)

Björgvin H. Bjarnason (gítar) Björn Hallgrímsson (bassi) Valgeir Skúlason (trommur) Einnig tímabundið, Hreinn Halldórsson (nikka) Helgi Eyjólfsson (nikka)

NEFNDIN (´93 - ´95)

Kjarninn: Gylfi Björnsson (harmoníka) Helgi Arngrímsson (gítar) Jón Arngrímsson (bassi). Aðrir meðlimir (breytilegt) Á trommur: Ásgrímur I. Arngrímsson, Ármann Einarsson, Bjarni Helgason, Ragnar Eymundsson,


 

Sigurður Jakobsson Valgeir Skúlason. Á harmoníkur: Aðalsteinn Ísfjörð, Hreggviður Jónsson, Þórlaug Jónsdóttir. Á gítar: Gréta Sigurjónsdóttir.

(´95 - ´96)

Kjarninn: Ármann Einarsson (gítar, hljómborð,sax) Gylfi Björnson (harmoníka) Jón Arngrímsson (bassi) Aðrir meðlimir (breytilegt) Helgi Arngrímsson (gítar, bassi) Ásgrímur I Arngrímsson (trommur) Þórlaug Jónsdóttir (harmoníka)

(´96 - ´97)

Kjarninn: Arna S.D. Christianssen (söngur) Ármann Einarsson (gítar, hljómborð, sax) Jón Arngrímsson (bassi): Aðrir meðlimir (breytilegt) Á trommur: Bjarni Helgason, Bragi Þorsteinsson, á gítar Óli R. Jósson, á hljómborð Daníel Arason.

SINNFEIN (´94 - ´95)

Atli H. Gunnlaugsson (söngur) Bragi Þorsteinsson (trommur) Gísli Ö. Þórhallsson (bassi) Grétar Hreggviðsson (gítar)

SHAPE (vetur ´94 - haust ´95)

Hafþór Helgason (trommur) Magni Ásgeirsson (söngur, gítar) Óli R. Jónsson (gítar) Sigursteinn Þ. Sigurðsson (bassi)

(haust ´95) Logi Helguson kemur á bassa í stað Sigursteins.

(vor ´96) Bragi Þorsteinsson kemur á trommur í stað Hafþórs.

DANSHLJÓMSVEIT FRIÐJÓNS JÓHANNSSONAR (haust ´95 - vor ´97)

Árni Óðinsson (gítar) Daníel Friðjónsson (trommur) Friðjón Jóhannson (bassi)

(vetur ´95 - ´96 )Hreggviður Jónsson (harmoníka)

(vor ´96) kemur inn Eyþór Hannesson (hljómborð,nikka)

KUML (haust ´95 - vor ´96)

Ari Einarsson (gítar) Bragi Þorsteinsson (trommur) Eyþór Hannesson (hljómborð) Margrét L. Þórarinsdóttir (söngur) Stefán Víðisson (bassi)

SPESÍA (haust ´96 - vor ´97)

Björn Hallgrímsson (bassi) Halldór Benediktsson (hljómborð) Jón Kr. Arnarson (gítar) Valgeir Skúlason (trommur).

 

 

Lagalisti, flytjendur og höfundar.

1. Bærinn okkar. Afmælislag Egilsstaðabæjar 1997. Hljómsveitin XD3: Jónas Þór Jóhannsson raddir, Ragnar Þorsteinsson trommur, raddir, Bjarni Þór Sigurðsson söngur,raddir, ásamt Ármanni Einarssyni útsetningar, gítar, bassi, hljómborð, harmoníka, tamborina, raddir og Grétu Sigurjónsdóttur gítar,raddir. Lag og texti: Hreinn Halldórsson.

Bærinn okkar.

Já, bærinn okkar var byggður samkvæmt lögum

við bakka Lagarins þar sem ormurinn

var bundinn niður til bjargar vorum högum,

þar býr hann enn þá og hristir sporðinn sinn.

Á bæjarhlaðinu birtist Fjarðarheiðin

með besta útsýni yfir Héraðssveit.

Til Egilsstaða þér ávalt greið er leiðin,

það er svo fagurt í þessum sælureit.

Það er svo gaman að syngja saman

sæl forðumst amann við gleðjumst hó og hæ.

Já, nú er gaman, við syngjum saman

um sómabyggð, okkar Egilsstaðabæ.

Við eigum skóg, mjög gott útivistarsvæði

með útileikhús sem eflist sumar hvert.

Þar er svo gaman að ganga um í næði

og geta fundið hve líf er mikilsvert.

Við höfum umgjörð sem orku mikla gefur

með unaðsreitum sem blómstra sí og æ.

Hér fyrir austan er margt sem heillað hefur.

Þú hljótir gæfu í Egilsstaðabæ.

Það er svo gaman að syngja saman

sæl forðumst amann við gleðjumst hó og hæ.

já, nú er gaman, við syngjum saman

um sómabyggð, okkar Egilsstaðabæ.

Já, bærinn okkar var byggður samkvæmt lögum

við bakka Lagarins þar sem ormurinn

var bundinn niður til bjargar vorum högum,

þar býr hann ennþá og hristir sporðinn sinn.


 

Með umgjörð þessa við orku mikla finnum,

vel unaðsreitirnir blómstra sí og æ.

Svo glöð í hjarta við gæfusporin vinnum

og gerum allt fyrir Egilsstaðabæ.

Það er svo gaman að syngja saman

sæl forðumst amann, við gleðjumst hó og hæ.

Já, nú er gaman, við syngjum saman

og samhent búum í Egilsstaðabæ.

2. Egilsstaðamær. 1997. 2. sæti lagakeppni Egilsstaðabæjar. Hljómsveitin XD3, ásamt Ármanni Einarssyni útsetningar, bassi, hljómborð, klarinett, tamborina og Grétu Sigurjónsdóttur gítar. Lag: Guttormur Sigfússon, texti: Einar Rafn Haraldsson.

3. Egilsstaðabær. 1997. 3. sæti lagakeppni Egilsstaðabæjar Hljómsveitin XD3, ásamt Ármanni Einarssyni bassi, hljómborð, gítar, og Grétu Sigurjónsdóttur raddir. Lag og texti: Jónas Þór Jóhannsson.

4. Höskuldur. 1997. Áður óútgefið. Hljómsveitin Spesía: Valgeir Skúlason trommur, raddir, Björn Hallgrímsson bassi, kassagítar, söngur, Halldór Benediktsson hljómborð, raddir, Jón Kr. Arnarson, gítar, mandólin, raddir. Lag og texti: Valgeir Skúlason.

5. Vor við Löginn. 1996. Austfirskir staksteinar. Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar: Friðjón Jóhannsson bassi, söngur, Eyþór Hannesson hljómborð, Árni Jóhann Óðinsson gítar, Daníel Friðjónsson trommur, slagverk, ásamt Charles Ross fiðla, banjó. Lag: Birgir Björnsson, texti: Jónbjörg Eyjólfsdóttir.

6. Sumarstemmning. 1996. Austfirskir staksteinar. Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar, ásamt Einari Braga Bragasyni saxófónar. Lag: Eyþór Hannesson, texti: Stefán Bragason.

7. Döðlulagið. 1995. Bara rugl. Hljómsveitin Döðlurnar: Hallur Kr. Jónsson gítar, Birkir Fjalar Viðarsson trommur, söngur, Óskar Karlsson bassi, Magnús Ármann söngur, Gunnar Þórðarson trompet söngur, Þórarinn Þórarinsson dómaraflauta, söngur. Lag: Döðlurnar, texti: Þórarinn Þórarinsson.

8. Sólin. 1995. Áður óútgefið. Hljómsveitin Ýmsir flytjendur: Halldór Benediktsson hljómborð raddir,


 

Jón Ágúst Reynisson bassi, Róbert Elvar Sigurðsson söngur, Þorsteinn Steinþórsson trommur, Vilhjálmur Benediktsson gítar, ásamt Einari Braga Bragasyni saxófónar. Lag og texti: Ýmsir flytjendur.

9. Stúlkan við ströndina. 1994. Sándkurl. Hljómsveitin Austurland að Glettingi: Valgeir Skúlason trommur, söngur, Björn Hallgrímsson bassi, söngur, Björgvin Harri Bjarnason gítar, raddir. Lag og texti: Valgeir Skúlason.

10. Alein tvö. 1994. Áður óútgefið. Hljómsveitin Austurland að Glettingi. Lag og texti: Björn Hallgrímsson.

11. Svarthvíta hetjan mín. 1985. Í léttum leik. Með leyfi Skífunnar ehf. Hljómsveitin Dúkkulísurnar: Erla Ingadóttir bassi, raddir, Guðbjörg Pálsdóttir trommur, Erla Ragnarsdóttir söngur, Gréta Sigurjónsdóttir gítar, Harpa Þórðardóttir hljómborð, raddir. Lag og texti: Gréta Sigurjónsdóttir.

12. Skítt með það. 1984. Dúkkulísurnar. Með leyfi Skífunnar ehf. Hljómsveitin Dúkkulísurnar: Erla Ingadóttir bassi, raddir, Guðbjörg Pálsdóttir trommur, Erla Ragnarsdóttir söngur, Gréta Sigurjónsdóttir gítar, Hildur Viggósdóttir hljómborð, raddir. Lag: Karl Erlingsson, texti: Gígja Sigurðardóttir.

13. Hitt lagið. 1985. Fásinna. Hljómsveitin Fásinna: Höskuldur Svavarsson bassi, raddir, Viðar Aðalsteinsson söngur, Þórarinn Sveinsson hljómborð, Bjarni Halldór Kristjánsson gítar, slagverk, raddir, Kristján Kristjánsson trommur, Karl Erlingsson gítar, raddir. Lag og texti: Fásinna.

14. Smáfengi. 1983. Hljómsveitin Aþena. Hljómsveitin Aþena: Valgeir Skúlason trommur, Björn Hallgrímsson bassi, söngur, Örvar Einarsson hljómborð,söngur, Tómas Tómasson gítar . Lag og texti: Örvar Einarsson.

15. Tilfinningar. 1982. Er eitthvað að. Jóhann R. Kristjánsson söngur, ásamt Guðlaugi Sæbjörnssyni bassi, Árna Jóhanni Óðinssyni gítar, Þórði Heiðari Jónssyni trommur, Ludvig Eckardt saxófónn. Lag og texti: Jóhann R. Kristjánsson.

16. Móðir mín í kví kví. 1982. Grimmt og blítt. Hljómsveitin Slagbrandur: Árni Ísleifsson hljómborð, Bjarni Helgason


 

trommur, söngur, Friðrik Lúðvíksson gítar, Friðjón Jóhannsson bassi, ásamt Þorleifi Gíslasyni saxófónleikara. Lag: Árni Ísleifsson, texti: Einar Georg.

17. Ástlaust þrotabú. 1976. Eitt með öðru. Hljómsveitin Völundur: Jón Arngrímsson bassi, söngur, Bjarni Helgason trommur, söngur, Stefán Bragason hljómborð, Friðrik Lúðvíksson gítar, Helgi Arngrímsson gítar, söngur. Lag og texti: Stefán Bragason.

18. Þorraþræll. Upptaka frá 1979. Tónkór Fljótsdalshéraðs. Útsetning Sigursveinn D. Kristinsson. Stjórnandi Magnús Magnússon. Lag: Ísl. þjóðlag. Texti: Kristján Jónsson. Kórfélagar: ( Ath. meðlimir á 10 ára afmæli kórsins,1981.) Sópran: Arndís Þorvaldsdóttir, Ásta Sigfúsdóttir, Dagný Sigurðardóttir, Dagrún Haraldsdóttir, Emelía Sigmarsdóttir, Erla S. Einarsdóttir, Erla Jónasdóttir, Gerður Aradóttir, Gunnþórunn Hv. Einarsdóttir, Helga Jóhannsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Kristrún Eiríksdóttir, Laufey Egilsdóttir, Ljósbjörg Alfreðsdóttir, Rut Magnúsdóttir, Sigurbjörg Alfreðsdóttir, Svandís Rafnsdóttir. Alt: Anna Þórhallsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Heiða Aðalsteinsdóttir, Helga Aðalsteinsdóttir, Helga Alfreðsdóttir, Helga Þórhallsdóttir, Ingunn Jónasdóttir, Jónbjörg Eyjólfsdóttir, Laufey Eiríksdóttir, Sóley Guðmundsdóttir. Tenór: Brynjólfur Guttormsson, Einar Halldórsson, Kristmann Jónsson, Magnús Einarsson, Magnús Pálsson, Unnar Heimir Sigursteinsson. Bassi: Bjarni Björgvinsson, Björn Hólm Björnsson, Eiríkur Þorbjarnarson, Kristján Gissurarson, Magnús Sigurðsson, Reynir Sigurðsson, Sæbjörn Eggertsson.

19. Ó blessuð vertu sumarsól. Upptaka frá 1997. Kór Egilsstaðakirkju. Stjórnandi Julian Hewlet. Lag: Ingi T. Lárusson, texti: Páll Ólafson. Kórfélagar: sópran: Gunnþórunn Hv. Einarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir, Ljósbrá Björnsdóttir, Rosemary Hewlett, Sigríður Benediktsdóttir, Sigurlaug Björnsdóttir, Sigurlaug Stefánsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Þóra Magnea Helgadóttir. Alt: Ástrún Einarsdóttir, Guðbjörg Björnsdóttir, Guðbjörg Jóelsdóttir, Guðfinna Sigurbjörnsdóttir, Sigurborg Gísladóttir, Þórhildur Vigfúsdóttir, Þórlaug Jónsdóttir.

Tenór: Egill Pétursson, Hermann Eiríksson, Sveinn Jóhannsson,

Vilhjálmur Einarsson.


 

Bassi: Þórólfur Stefánsson, Ástráður Magnússon,

Einar Sigurbjörnsson, Guðni Þórarinsson, Gunnar Guttormsson,

Hjalti Jónsson.

20. Átthagaljóð. Kirkjan ómar öll. 1981. Kór Egilsstaðakirkju. Stjórnandi: Jón Ólafur Sigurðsson. Einsöngur: Guðrún Tómasdóttir. Lag: Ingi T. Lárusson, texti: Sigurður Arngrímsson. Kórfélagar: Sópran: Anna H. Káradóttir, Guðrún L. Björnsdóttir, Helga Jóhannsdóttir, Inga W. Sigurbjörnsdóttir. Kristín Jónsdóttir, Pálína F. Skúladóttir, Þorbjörg Bergsteinsdóttir. Alt: Dagný Pálsdóttir, Guðfinna Sigurbjörnsdóttir, Henný Eiríksdóttir, Lára Guðmundsdóttir, Margrét Gísladóttir, Þórlaug Jónsdóttir. Tenór: Ásmundur Þ. Kristinsson, Birgir Björgvinsson, Broddi B. Bjarnason, Hermann Eiríksson, Sigurður Pálsson. Bassi: Ástráður Magnússon, Benedikt Jónasson, Einar Sigurbjörnsson, Hafsteinn Jónasson, Svavar Stefánsson, Þórólfur Stefánsson.

S.T.E.F.

Laga og höfundalisti.


 

Titill Í laufskjóli greina.

1. Bærinn okkar. tími 3,34. (Áður óútgefið) Lag og texti Hreinn Halldórsson. Kt: 030349-3859 Faxatröð 6. 700. Egilsstaðir.

2. Egilsstaðamær. tími 3,16 (Áður óútgefið) Lag. Guttormur Sigfússon. Kt: 170438-2219 Hamrafelli 2. 701. Egilssstöðum. Texti Einar Rafn Haraldsson. Kt: 250246-2509 Sólvöllum 10. 700. Egilsstaðir.

3. Egilsstaðabær. tími, 4,46 (Áður óútgefið) Lag og texti: Jónas Þór Jóhannsson Kt: 110749-4069 Brávöllum 9. 700. Egilsstaðir.

4. Höskuldur. tími 3,25 (Áður óútgefið) Lag og texti: Valgeir Skúlason. Kt. 160858-3629. Tjarnarbraut 5. 700. Egilsstaðir.

5. Vor við Löginn. tími 2,51. (Áður útgefið 1996. Ris 005 Austfirskir Staksteinar. Lag Birgir Björnsson. Kt.070652-3239. Vesturtúni 47.b 225. Bessastaðahreppi. Texti Jónbjörg Eyjólfsdóttir Kt. 140831-2639. Faxatröð 10.b 700. Egilsstaðir.

6. Sumarstemmning (3,29) (Útgefið 1996. Ris 005 Austfirskir staksteinar)

Lag. Eyþór Hannesson. Texti: Stefán Bragason. (er á skrá.)

7. Döðlulagið. tími 2,13 (Áður útgefið 1995.Döðlurnar bara rugl. GD.001. ) Lag. Döðlurnar. Texti Þórarinn Þórarinsson.

Fullyrt að lag og texti séu á skrá hjá S.T.E.Fi. hef ekki heimili og kennitölu höfunda.

8. Sólin tími. 3,25 (Áður óútgefið) 8.b Afmælislagið(áður óútgefið)tími Lag og texti: Ýmsir Flytjendur. Halldór Benediktsson kt.141171-4969.Útgarði 6. 700. Egilsstöðum. Þorsteinn Steinþórsson kt.071268-4979. Egilsstöðum 1. 700. Egilsstaðir. Róbert Elvar Sigurðsson kt. 190170-3229 Ásbrún 3b 701. Fellabær. Jón Ágúst Reynisson Kt.270868-4879 Dvergaborgir 12.112. Reykjavík. Vilhjálmur Benediktssonkt 030876-3779 Selási 13 700. Egilsstaðir. .

9. Stúlkan við ströndina. tími3,22 (Áður útgefið 1994. Sándkurl. S.sk. 002.) Lag og texti. Valgeir Skúlason Kt.160858-3629. Tjarnarbraut 5.700 Egilsst. 5

10. Alein tvö. tími. 3,34 (Áður óðútgefið) Lag og texti Björn Hallgrímsson. kt. 180663-3479. Útgarður 7. 700. Egilsstaðir.


 

11. Svart-hvíta hetjan mín. 4,40. (Gefið út 1985 Í léttum leik. Skífan SLP20.) Lag og texti: Gréta Sigurjónsdóttir. kt. 191265-5729.ATH. er á skrá hjá S.T.E.Fi. að sögn höfundar.

12. Skítt með það tími. 4,11. (Af plötunni Dúkkulísurnar 1985 með leyfi Skífunnar ehf. . ) Lag: Karl Erlingsson. 160163-2329. Breiðvangi 1.220. Hafnarfirði. Texti Gígja Sigurðardóttir.Kt. 061267-4179. Ásamt Dúkkulísum. ATH er á skrá hjá S.T.E:F.i. að sögn höfunda.

13. Hitt lagið. tími 4,04. (Gefið út 1985. Mjöt 002. ) Lag og texti Fásinna ATH. að lagið er á skrá hjá S.T.E.F.i. að sögn höfunda.

14. Smáfengi. tími 2,42. (Gefið út 1983 Aþena AÞ-2-83) Lag og texti Örvar Einarsson. kt. 300765-3359 Kleifarsel 16. 109. Reykjavík.

15. Tilfinningar. tími 2,52. (Áður útgefið 1982. Er eitthvað að J.R.K.-100) Lag og texti Jóhann R Kristjánsson. Kt. 241261-3019. Hrafnhólar 2 111. Reykjavík.

16. Móðir mín í kví kví. tími 2,48 (Áður útgefið 1982. ,Grimmt og blítt. BR-001) Lag. Árni Ísleifsson kt. Hléskógum 6. 700. Egilsstaðir Texti. Einar Georg Einarsson. Kt 190641-2289. Hólabraut 18. 630. Hrísey.

17. Ástlaust þrotabú. tími. 2,27 (Áður útgefið 1976. Tónaútgáfan, Eitt með öðru. T-17. með leyfi SPOR 14.mai. ) Lag og texti: Stefán Bragason Kt: 170453-5579. Mánatröð 6. 700. Egilsstaðir.

18. Þorraþræll. tími. 2,26 (Áður útgefið ?. ) Útsetning Sigursveinn D. Kristinsson. Lag: Ísl. þjóðlag. Texti Kristján Jónsson Fjallaskáld.

19. Ó blessuð vertu sumarsól. tími 2,42 (Áður útgefið ?) Lag Ingi T. Lárusson (Rétthafi Inga Lára Ingadóttir til á skrá). Texti. Páll Ólafsson. (einnig á skrá. )

20. Átthagaljóð. tími 2,41. (Áður útgefið ?) Lag: Ingi T. Lárusson texti: Sigurður Arngrímsson.

1. Bærinn okkar. (3:34) 1997.


 

Afmælislag Egilsstaðabæjar.

Hljómsveitin XD3, ásamt

Ármanni Einarssyni og Grétu Sigurjónsdóttur.

Lag og texti: Hreinn Halldórsson.

2. Egilsstaðamær. (3:16) 1997.

Hljómsveitin XD3, ásamt

Ármanni Einarssyni og Grétu Sigurjónsdóttur.

Lag: Guttormur Sigfússon, texti: Einar Rafn Haraldsson.

3. Egilsstaðabær. (4,46) 1997.

Hljómsveitin XD3, ásamt

Ármanni Einarssyni, og Grétu Sigurjónsdóttur.

Lag og texti: Jónas Þór Jóhannsson.

4. Höskuldur. (3:25) 1997.

Hljómsveitin Spesía.

Lag og texti: Valgeir Skúlason.

5. Vor við Löginn. (2:51) 1996.

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar.

Ásamt Charles Ross.

Lag: Birgir Björnsson, texti: Jónbjörg Eyjólfsdóttir.

6. Sumarstemmning. (3:29) 1996.

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar.

Ásamt Einari Braga Bragasyni.

Lag: Eyþór Hannesson, texti: Stefán Bragason.

7. Döðlulagið. (2:13) 1995.

Gleðisveitin Döðlurnar.

Lag: Döðlurnar, texti: Þórarinn Þórarinsson.

8. Sólin. (3:25) 1995.

Hljómsveitin Ýmsir flytjendur.

Lag og texti: Ýmsir flytjendur.

9. Stúlkan við ströndina. (3:22) 1994.

Hljómsveitin Austurland að Glettingi.

Lag og texti: Valgeir Skúlason.

10. Alein tvö. (3:34) 1994.

Hljómsveitin Austurland að Glettingi.

Lag og texti: Björn Hallgrímsson.

11. Svart-hvíta hetjan mín. (4:40) 1984.

Hljómsveitin Dúkkulísurnar.

Lag og texti: Gréta Sigurjónsdóttir.

Af plötunni Dúkkulísurnar (1984) Með leyfi Skífunnar ehf.

12. Skítt með það. (4:11) 1985.

Hljómsveitin Dúkkulísurnar.


 

Lag: Karl Erlingsson, texti: Gígja Sigurðardóttir.

Af plötunni Í léttum leik (1985) Með leyfi Skífunnar ehf.

13. Hitt lagið. (4:04) 1985.

Hljómsveitin Fásinna.

Lag og texti: Fásinna.

14. Smáfengi. (2:42) 1983.

Hljómsveitin Aþena.

Lag og texti: Örvar Einarsson.

15. Tilfinningar. (2:52) 1982.

Jóhann R. Kristjánsson.

Ásamt hljómsveit.

Lag og texti: Jóhann R. Kristjánsson.

16. Móðir mín í kví kví. (2:48) 1982.

Hljómsveitin Slagbrandur.

Ásamt Þorleifi Gíslasyni.

Lag: Árni Ísleifsson, texti: Einar Georg.

17. Ástlaust þrotabú. (2:27) 1976.

Hljómsveitin Völundur.

Lag og texti: Stefán Bragason.

18. Þorraþræll. (2:26) 1979.

Tónkór Fljótsdalshéraðs

Lag: Ísl. þjóðlag, texti: Kristján Jónsson.

Útsetning: Sigursveinn D. Kristinsson.

Stjórnandi: Magnús Magnússon.

19. Ó blessuð vertu sumarsól. (2:42) 1997.

Kór Egilsstaðakirkju.

Lag Ingi T. Lárusson, texti: Páll Ólafsson.

Stjórnandi: Julian Hewlett.

20. Átthagaljóð (2:41) 1980.

Kór Egilsstaðakirkju.

Lag: Ingi T. Lárusson, texti. Sigurður Arngrímsson.

Einsöngur: Guðrún Tómasdóttir.

Stjórnandi: Jón Ólafur Sigurðsson.

SÉRSTAKAR ÞAKKIR FÁ EFTIRFARANDI:


 

Friðjón Jóhannsson, fyrir verkefnisstjórn, söfnun efnis og leyfisöflun.

Stefán Bragason, fyrir skráningu heimilda.

Halldór Benediktsson, fyrir tæknilega aðstoð og fjármálaumsjón.

Allir þeir höfundar og flytjendur, sem veitt hafa leyfi til notkunar efnis.

Útgefendur, sem veitt hafa leyfi til notkunar efnis.

Harmoníkufélag Héraðsbúa ásamt hljómsveitinni XD3, Ármanni Einarssyni og Grétu Sigurjónsdóttur, fyrir vinnu við lagakeppni afmælisnefndar Egilsstaðabæjar.

Stúdíó Ris Neskaupstað, Hafsteinn M. Þórðarson, fyrir umsjón með vinnslu erlendis.

Jónas Gunnlaugsson, fyrir afnot af ljósmyndum. ?Í laufskjóli greina?.

Benedikt Vilhjálmsson höfundur afmælismerkis Egilsstaðabæjar.

Héraðsprent s.f , fyrir filmuvinnu og hönnun á umslagi.

Bíóhljóð ehf, fyrir masteringu og uppröðun.

Bjarni Þór Sigurðsson, fyrir aðstoð við prófarkalestur.

Jónas Þór Jóhannsson. Fulltrúi afmælisnefndar,

-------------------------------------------------------------------

Útgefandi Í laufskjóli greina RIS 007: Afmælisnefnd Egilsstaðabæjar. Júní. 1997.

Heildartími efnis:

1. BÆRINN OKKAR. 3:34. 2. EGILSSTAÐAMÆR. 3:16. 3. EGILSSTAÐABÆR. 4:46.

4. HÖSKULDUR. 3:25. 5. VOR VIÐ LÖGINN. 2:51. 6. SUMARSTEMMNING. 3:29.

7. DÖÐLULAGIÐ. 2:13. 8. SÓLIN. 3:25. 9. STÚLKAN VIÐ STRÖNDINA. 3:22.

10. ALEIN TVÖ. 3:34. 11. SVARTHVÍTA HETJAN MÍN. 4:40.

12. SKÍTT MEÐ ÞAÐ. 4:11. 13. HITT LAGIÐ. 4:04. 14. SMÁFENGI. 2:42.

15. TILFINNINGAR. 2:52. 16. MÓÐIR MÍN Í KVÍ KVÍ. 2:48.

17. ÁSTLAUST ÞROTABÚ. 2:27. 18. ÞORRAÞRÆLL. 2:26

19. Ó BLESSUÐ VERTU SUMARSÓL. 2:42.

20. ÁTTHAGALJÓÐ. 2:41.

 

Flettingar í dag: 23
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 17
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 124614
Samtals gestir: 45142
Tölur uppfærðar: 18.4.2021 02:01:52

Tenglar