Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar. Ráðningar og pöntunarsími 862-1403 netfang frjo@simnet.is

Hljóðfærasýning Egilsstöðum sumarið 2000


Frá hljóðfærasýningu árið 2000.
Á þessari sýningu voru um 60 munir víða að af Austurlandi.Hér sjáum við nokkrar nikkur og eitt elsta trommusett á Héraði.

Gamli góði tíminn.
(68 kynslóðin)
Orgel Magnúsar Einarssonar Luswig trommusett 24? frá Eiðum o.fl o.fl

 
                                                                                   Allt klárt á hljóðfærasýningunni til að taka lagið.Margar hljómsveitir rifjuðu upp gamla góða sándið við mikinn fögnuð áheyrenda.Danshljómsveit Friðjóns tekur lagið
F.v. Tóti, Siggi Kjerúlf og Andrés testa sándið.Fljótsmenn Ein fyrsta "bítlahljómsveit" á Héraði rifjar upp gamla góða sándið.
Þessi söfnunarbaukur til styrktar viðgerðum á gömlum hljóðfærum gafst með afbrigðum vel

Það sést að vísu ekki að þessi gítar er illa brotinn, en reyndist vel sem söfnunarbaukur.
Um 1000 manns komu á sýninguna í Héraðsbókasafninu á Egilsstöðum árið 2000.Þessi Hofner gítar sem var í eigu Sveins Þorsteinssonar á Egilsstöðum reyndist illa farinn þegar falast var eftir
 honum sem sýnigar grip.Munir á sýnigu

Hohner nikka Guðrúnar Eiríksdóttur, frá Hrafnabjörgum.

Þessa nikku fær hún um 1964.

Eitthvað var spilað fyrir dansi á þessa nikku.

 

Einföld takkanikka Önnu G Helgadóttur Bjargi.

Borgarfirði eystra.

Anna var söngelsk mjög og um tíma organisti í Bakkagerðiskirkju.

 

Tvöföld Hohner nikka Jóns Bjarnasonar frá Gilsárvelli Borgarfirði eystra.

Jón þótti fjörugur dansnikkari og spilaði mikið hér á Úthéraði og Borgarfirði eystra.

Gripurinn er nú í eigu Jóns Sigurðssonar Sólbakka.
 

Hohner nikka Soffíu Þórðardóttur frá Fögruhlíð, (Finnsstaðaseli). Þessi nikka er nú í eigu Ingibjargar Sigurðardóttir á Hrafnabjörgum.

 

Thombolini nikka frá ca 1956.

í eigu Páls Sigfússonar frá Krossi.

Nikkuna átti áður Oddur bróðir Páls.

Páll ásamt bræðrum sínum Guttormi, Jóni og Baldri ásamt Oddbjörgu voru mjög vinsæl í danstónlistinni um árabil og eru enn að.


 

Hohner nikka Þórðar Sigvaldasonar á Hákonarstöðum, keypt 1948.

Hefur þjónað Jökuldælingum og fleiri í dansmenntinni. Þórður spilaði mikið á dansleikjum.

 

Scandali nikka Óla Kjerúlf frá Hrafnkelsstöðum.

Óli var um árabil mjög vinsæll dansnikkari. Eftirminnilegast er Tríó Óla en það skipaði auk hans þau Hrafnkell Björgvinsson frá Víðivöllum (trommur)og (Lóa) Guðrún J Kjerúlf(gítar).

Ekki var algengt að konur lékju á hljóðfæri í danshljómsveitum á þeim tíma, 67-69.

 

Ein lítil og nett nikka í eigu Kistínar Eyjólfsdóttur Framnesi Borgarfirði.

Nikkan var áður í eigu Björns Jónssonar á Gilsárvelli. Þar áður átti Georg Marteinsson Borgarfirði gripinn. Óvíst er um aldur.

 

Exelent nikka í eigu Sigursteins Melsteð Breiðdalsvík. Aðalsteinn Símonarson garðyrkju-maður frá Laufskálum Borgarfirði kemur með nikkuna til landsins eftir nám í Svíþjóð 1940.

Þessi harmoníka er alveg sömu gerðar og sú sem Jóhann Svarfdælingur (risi) átti og er í minjasafninu á Dalvík.

Sú nikka er bara ?töluvert? stærri.


 

Baldvin Burns söngkerfissúlur Fljótsmanna og Dynacord söngkerfismagnari, fyrstu bítlahljómsveitar á Héraði.

Þórarinn Rögnvaldsson, Andrés Einarsson, Sigurður Kjerúlf, Reynir Kjerúlf, Hjörtur Kjerúlf.

Keypt 1968 og hafa verið í þeirra eigu alla tíð, og þjónað félagsheimilinu Végarði fram á þennan dag.

 

Marshall söngkerfisbox og Marshall mixer úr Öræfum. Þessi tæki tilheyrðu hljómsveitinni Eygló, sem starfaði í Öræfum frá því um 1970 og fram eftir áratugnum. Hana skipuðu m.a. Ari Magnússon Þorlákur Magnússon, Sigurgeir Jónsson og Jón Stefán Bjarnason. Söngkerfið er keypt af Eiríki Mikaelssyni ( í Vélboða).

 

Selmer gítarmagnari í eigu Tónskóla Seyðisfjarðar, keyptur af Þorvaldi Jónssyni frá Torfastöðum, sem fær þennan magnara 1970 í Rín þá notaðan. Þorvaldur var atkvæðamikill í danstónlist á Austurlandi frá því um 1950.

 

Farfisa bassamagnari í eigu Magnúsar Karlssonar Hallbjarnarstöðum, keyptur 1967. þá 2. ára.


 

Vox bassamagnari, hefur alla tíð verið í eigu Þórarins Rögnvaldssonar Fljótsmanns eða frá 1968. Þessir magnarar þóttu miklir eðalgripir.

 

Yamaha orgel og Teisco magnari í eigu Guðmundar Ármannssonar Vaði Skriðdal. Þessi tæki kaupir hann af Sigurbirni Árnasyni í Þingmúla en upphaflegi eigandinn var Fljótsmaðurinn Reynir Kjerúlf, sem kaupir orgelið 1968 í Rín.

 

Heimasmíðað monitorbox eign Stefáns Bragasonar.

 

Premier trommusett í eigu Valgeirs Skúlasonar. Settið fær hann hjá Braga Þorsteinssyni en upphaflegi eigandinn var Einar Björgvinsson flugmaður á Egilsstöðum. Settið kaupir hann 1962.

Þetta sett er hinn mesti kjörgripur.

Hljóðnemar.

Shure (byssu-shure) í eigu Stefáns Bragasonar.

Sennheiser, í eigu Fljótsmanna, áður eign Þorvarðar Bessa Einarssonar.

Sennheiser frá 1973 hinn mesti kjörgripur og statíf frá 1971 í eigu Jóns Arngrímssonar.

Futurama gítar í eigu Stefáns Bragasonar, Keyptur af Árna Magnússyni á Vopnafirði, Árni kaupir gítarinn 1967 af Ólafi Þór sem starfaði í hljómsveitinni Tíglum ásamt m.a Pálma Gunnarssyni. gítarinn er c.a. model 66.

 

Hofner gítar eign Magnúsar Karlssonar Hallbjarnarstöðum. Gítarinn kaupir hann af Jónasi Vilhelmssyni Eskifirði um 1970. meðal fyrri eigenda er líklega Þórhallur Þorvaldsson Eskifirði.

 

Framus bassi eigandi Erlingur Bjartur Oddsson Hvammi Fáskrúðsfirði. Þessi bassi er ekta Eiðahljóðfæri, notað þar í hljómsveitum 1966-1968, og hefur lítið verið snertur síðan (ath upphaflegir strengir). Áður var þessi bassi í eigu Emils Björnssonar Birkihlíð Skriðdal.

 

Teisco bassi eign Magnúsar Karlssonar keyptur nýr í Rín 1968, notaður m.a. í hljómsveitinni Formúlu, en hana skipuðu auk Magnúsar þeir Jónas Þór Jóhannsson Gunnlaugur Gunnlaugsson og Daníel Gunnarsson.

 

Yamaha gítar Andrésar Einarssonar Fljótsmanns.

Hljóðfæri þetta er keypt í Rín 1972, en saga þess er óvituð nema eitt er víst að ekki eru mörg hljóðfæri til af þessari gerð í landinu.


 

Welson hljómsveitarorgel Magnúsar Einarssonar Egilsstöðum. Orgelið var m.a. notað í B.Á.M. tríói og síðar í Slagbrandi sem var undir stjórn Árna Ísleifssonar.Magnús var m.a. frumkvöðull í stofnun Tónskólans á Egilsstöðum 1971.

Áður var orgelið í eigu Jónasar Þórs Jóhannssonar.

 

Lúðrasveitar tromma í eigu Tónskóla Seyðisfjarðar.

 

Ludwig trommusett í eiguTónlistaskólans á Egilsstöðum. Skólinn kaupir þetta sett af Kristjáni Kristinssyni á Eiðum. Saga settsins er óljós

 

Hollywood sett frá Syðisfirði. Þetta eru fremur sjaldgjæf sett, en eins og sjá má vantar bassatrommuna og væri mikill fengur í því ef einhver veit hvar hún er niður komin.

 

Tjekkneskur kontrabassi einn af fáum sem til eru á svæðinu. Eign Hafsteins M. Þórðarsonar Neskaupstað, keyptur um 1984. Ekki hefur tekist að rekja sögu hljóðfærisins.

 

Olympic. ?Breiðdalsbítlasettið? þeir Sigursteinn Melsteð, Rafn Svansson, Kjartan Herbjörnsson, og Leifur Guðlaugsson, ásamt fleirum. Þeir kaupa settið um 1970, en það er mun eldra. Ath!!! snertromman er glötuð og væri gífurlegur fengur í því að upplýsa hvar hún er niður komin.


 

Vel vaxinn hátalari úr DANE boxi merkt Paradís sem þýðir að rödd Péturs Kristjánssonar hefur dunið í þenna 50.w 18? hátalara.

 

Undantekning frá reglunni. Þó að eingöngu væri ætlunin að sýna austfirsk hljóðfæri, þá þótti mikill fengur að fá á staðinn fyrsta hljómsveitarorgel Ingimars Eydal. Þetta Farfisa orgel kaupir Ingimar í oktober 1966 af Pálma Stefánssyni í Tónabúðinni á Akureyri og er þetta fyrsta hljóðfærið sem Tónabúðin selur, því Ingimar kaupir gripinn áður en búðin opnaði formlega. Núverandi eigandi er Ólafur Héðinsson Akureyri.

 

Lefina lúðrasveitarsnerill frá Neskaupstað.

 

Marshall söngkerfisbox í eigu Jóns Arngrímssonar. Rödd Hauks Mortens hefur hljómað í þessum boxum, því þau eru keypt af honum 1972, boxin eru frá 65-66.

 

Reslo hljóðnemi frá fyrsta húskerfi Valaskjálfar 1966.

 

Selmer gítarmagnari frá 64-65. eign Jóns Arngrímssonar, notaður um árabil í hljómsveitinni Völundi af gítarleikara hljómsveitarinnar Friðriki Lúðvíkssyni.


 

VOX bassamagnari í eigu Þórarins Rögnvaldssonar Þessi magnari var áður í eigu Methúsalem Kjerúlf á Reyðarfirði og notaður þar í t.d. I.B. kvinntett

 

Farfisa magnari frá Öræfum í eigu Ara Magnússonar á Hofi og fleiri er skipuðu hljómsveitna Eygló sem starfaði í Öræfum um og eftir 1970. Magnarinn bíður uppgerðar.

 

Grundig segulband í eigu Ragnars Þorsteinssonar. Þetta band hljómaði t.d. á Eiðaárum eigandans, en ekki þótti ónýtt að vara með slíkan kjörgrip.

 

Selmer Bassabox keypt í Félagsheimilið Skrúð 1968 og hefur þjónað þar dyggilega síðan. Ath magnarahausinn er glataður. Fundarlaun.

 

Teisco gítarmagnari sem notaður var í Tríói Óla Kjerúlf, fyrir og um 1970, af Guðrúnu J Kjerúlf.

 

Marshall mixer í eigu Ágústar Ármanns á Neskaupstað, hefur þjónað þar ýmsum hlutverkum í gegnum tíðina.

 

Marshall box einnig í eigu Ágústar Ármanns.Þetta er bassabox en magnarahausinn er nú glataður.

 

Þessi gamli góði kassi er trommukassi frá trommusettinu í skápnum í eigu Krossbræðra.


GÍTARAR, BASSAR.

 

Gibson bassi eigandi Guðmundur Gíslason Súellen söngvari. Guðmundur kemst yfir þennan grip fyrir fáum árum. Bassinn var upphaflega tengdur Amonra á Neskaupstað, en af þeim kaupir Friðjón Jóhannsson bassann 1972. fer síðan á flakk.

 

Hofner gítar 63-64. model. Höskuldur Egilsson á Gljúfraborg átti þennan grip.Höskuldur var mikill tónlistaráhugamaður og líklega þekktastur hér fyrir þátttöku sína í jasshátiðum á Egilsstöðum.

 

Dúkkulísugítar. NANYO, eigandi Gréta Sigurjónsdóttir. Þessir gítarar þóttu rosa?töff?

 

Yamaha gírtar, eigandi Jóhannes Pétursson frá Fáskrúðsfirði. Hann spilaði m.a. í Herodes o.fl.

 

Teisco gítar í eigu Sigurbjörns Árnasonar í Þingmúla, keyptur 1966. Á tímabili í eigu Guðrúnar J. Kjerúlf 68-75 notaður í Tríói Óla.

 

Hofner bassi í eigu Sigursteins Melsteð Breiðdalsvík. bassinn er 63-64 model. McCartney bassinn frægi er keyptur 1963, því gæti hér verið um merkilega árgerð að ræða. Saga hljóðfærisins er óljós, en Sigursteinn tekur hljóðfærið til handargagns í Krossgerði eigandi þar Árni Ingólfsson.


 

Yamaha hljóðgervill í eigu Hlöðvers Smára Haraldssonar Neskaupstað. Þessi hljóðgervill er úr einni fyrstu sendingu sem kemur til landsins af slíkum verkfærum, og þóttu tæknilega býsna erfiðir í meðförum.

 

Selmer lítill og nettur gítarmagnari,eigandi Hugi Þórðarson frá Neskaupstað. Þessi magnari er líklega sá elsti sem hér er, eða frá því fyrir 1960.

 

Gamalt althorn frá Neskaupstað. Sýnishorn frá Lúðrssveit Norðfjarðar.


 

Mjög gamalt sett af Carlton gerð í eigu Páls Sigfússonar og þeirra Krossbræðra. Mikið hefur verið velt vöngum yfir uppruna þessa merkilega trommusetts, en Krossbræður kaupa það um 1950.

Settið var mjög illa farið og var því ekki um annað að ræða en að gera það upp frá grunni. Til verksins var fenginn Snorri Guðvarðarson á Akureyri, en hann er mönnum að góðu kunnur hér fyrir austan, t.d. fyrir vinnu sína í Þingmúla og Vallaneskirkju.

Ef einhver telur sig hafa frekari upplýsingar um þetta hljóðfæri endilega að hafa samband.

ATH settið er nú málað í upprunalegum lit.

 

Þetta er trommusett Hrafnkels Björgvinssonar á Víðivöllum, en það var notað í Tríói Óla Kjerúlf.

Óljóst er um uppruna settsins, en það er keypt í hljóðfæraverslun í Reykjavík um 1960.

Þetta er ekki samstætt sett þ.e. bassatromman er af gerðinni John Grey, en snertromman er Olympic.

Þetta sett var einnig mjög illa farið og er nú búið að gera trommurnar upp, einnig af Snorra Guðvarðarsyni. Stærðin á bassatrommunni er mjög sérstök þannig að ekki hefur tekist að finna skinn, en það mál er nú til skoðunar út í Bandaríkjunum


Líklega er hér einn fyrsti hljómsveitarbúningur danshljómsveitar á Austurlandi, í eigu Ingólfs Benediktssonar á Reyðarfirði, en I.B kvinntett skartaði þessum jökkum á sínum tíma.

 

Töff spilaskór Ingólfs Benediktsonar á Reyðarfirði.

 

Hohner munnharpa Eyþórs Stefánssonar frá Flögu. Þetta hljóðfæri er frá því um 1950, og er hans fyrsta hljóðfæri. Eyþór spilaði mikið á árum áður, en hann hefur nú um margra ára skeið starfað sem læknir í Svíþjóð.

 

Melodica (Pianica) eigandi Þórður Sigvaldason Hákonarstöðum. Á þetta hljóðfæri kenndi Þórður tónfræði þegar sú kennsala var tekin upp á Jökuldal á sínum tíma.

 

Verðlaunagripur Fásinnu sem var kjörin hljómsveit ársins í Atlavík 1984. Enginn annar en sjálfur Ringo Starr afheti gripinn.

 

Búningur Lúðrasveitar Norðfjarðar sem allir austfirðingar muna eftir, ekki síst vegna þess hversu geysilegur metnaður var í gangi bæði varðandi tónlistarflutning og flott útlit, en hljómsveitin var ómissandi við hátíðleg tækifæri hér á Austurlandi um árabil. Ath Gréta Þórarinsdóttir eiginkona Haraldar Guðmundssonar eins stjórnanda hljómsveitarinnar handsaumaði merkin á einkennishúfurnar. 


Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 10
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 122998
Samtals gestir: 44425
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 17:08:17

Tenglar